Ísframleiðsla


Ísverksmiðjan er mjög vel staðsett við enda Svartaskersbryggju. Afkastagetan er um 70 tonn af núll gráðu plötuís á sólarhring. Kosturinn við þennan ís, er að hann er laus í sér og veitir úrvalskælingu. Vatnið sem notað er til að framleiða ísinn, kemur frá Vatnsveitu Þorlákshafnar og hefur það GÁMES (HACCP) vottun.
Við verksmiðjuna eru þrír afgreiðslustaðir. Einn fyrir vörubíla, lyftara, og kör. Afgreiðslan fer um snígil beint út úr verksmiðjunni. Tveir afgreiðslustaðir eru við bryggju, annar á enda Svartaskersbryggju og hinn á trébryggjunni, fyrir neðan verksmiðjuna, Ísinn er afgreiddur með barka beint um borð í skipin.


Árið 1998 var tekin í notkun sjálfsafgreiðslubúnaður sem gerir viðskiptavinum kleift að afgreiða sig um ís allan sólarhringinn hvenær árstímans sem er, án þess að kalla út starfsmann með tilheyrandi kostnaði. Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum og gert viðskiptin fljótvirkari og þægilegri ásamt því að spara viðskiptavinum kostnað vegna útkalla um nætur og helgar.