Kuldaboli ehf


Starfssemi Kuldabola ehf. er þrennskonar :
1. KULDABOLI frystivöruhótel,
2. Alhliða skipaafgreiðsla.
3. Ísframleiðslu.
Félagið leggur áherslu á að veita viðskiptavinum trausta og hagkvæma þjónustu.
Félagið leggur áherslu á, að veita starfsmönnum gott starfsumhverfi og möguleika til að þroskast og vaxa í starfi.Stjórn Ísfélags Þorlákshafnar:
Pétur Björnsson,
Ingvaldur Mar Ingvaldsson
Magnús Guðmundsson

8 stærstu hluthafar Kuldaboli ehf. m.v. hlutafé 1. janúar 2013

Isberg Ltd 49.87 33,86%
Björn ehf. 24,82 16,84%
Eignarhaldsfélag Suðurlands ehf 10.00 6,79%
Pétur Björnsson 8.86 6,02%
Fiskmarkaður Íslands hf 7.52 5,11%
D A Budge Pension Trustee 6.75 4,58%
Humarvinnslan hf. 5.36 3,64%
Rammi hf. 4.04 2,74%
Samtals 8 stærstu hlutahafar 117.22 79,58%
84  hluthafar   01.01.2013 30.10 20,42%
Heildarhlutafé 147.32 100,00%


Þann 13. september 1984 var Ísfélag Þorlákshafnar hf. stofnað. Því var ætlað að þjónusta útgerðir og fiskvinnslur með íssölu í Þorlákshöfn. Hafist var handa við að reisa ísverksmiðju við enda Svartaskersbryggju í Þorlákshöfn.
1. október 1985 var verksmiðjan tekin í notkun og í stað vörubíls og snígils var komin blástursbúnaður frá verksmiðjunni niður á bryggjukant og skip og bátar fengu afgreiddan ís beint um borð. Við ísverksmiðjuna sjálfa var íssnigill sem renndi ísnum beint í kör.
Árið 1994 var þjónustan bætt ennfrekar, þegar byggð var trébryggja að frumkvæði félagsins fyrir neðan ísverksmiðjuna. Samfara því var bætt við nýjum afgreiðslustað á trébryggjunni.
Árið 1998 samþykkti hluthafafundur þann 22. október að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé og fara út í byggingu á frystivöruhótelinu KULDABOLI. Framkvæmdir við byggingu KULDABOLA hófust vorið 1999 og var hann formlega tekin í notkun 6. nóvember sama ár og var þá eitt fullkomnasta frystivöruhótel í heimi. Ásamt þessu stóra og metnaðarfulla verkefni, var í upphafi ársins 1999 tekið í notkun nýtt sjálfsafgreiðslukerfi fyrir sölu og afgreiðslu á ís úr ísverksmiðjunni.
Árið 2000 tók félagið í notkun ÍSVAGNINN sem var útbúin með afgreiðslubúnaði. Með honum var hægt að selja ís með afhendingarþjónustu á öllu suðvestur horni landsins og víðar. Þessari þjónustu var hætt árið 2006.
Árið 2001 var yfirtekin skipaafgreiðsla sem Skipaþjónusta Suðurlands hf. hafði starfrækt. Nú er félagið orðið að öflugu þjónustufyrirtæki með þrjár rekstrareiningar, frystivöruhótel, skipaafgreiðslu og ísframleiðslu,


  

Sumaropnun KULDABOLA

Frá og með 25.júní – 1.september 

virka daga 08:00-16:00 / lokað milli 12:00-13:00