Kuldaboli


Kuldaboli í Þorlákshöfn er fullkomið frystivöruhótel sem þjónar matvælaframleiðendum jafnt sem innflytjendum og útflytjendum. Þar er á einum stað afar tæknivædd geymsla fyrir frystar afurðir, skilvirk dreifingarstöð, sérútbúið skoðunarherbergi til gæðaeftirlits vöru og skoðunarstöð.
Kuldaboli stenst ítrustu kröfur um meðferð og geymslu matvæla og sérhæft vöruhótel fyrir skammtíma jafnt sem langtíma geymslu á frystivöru. Fullkomið stjórnkerfi heldur kælingunni stöðugri og viðskiptavinir geta fengið nákvæmt yfirlit um hitastig á geymslutíma. Öll vara er strikamerkt og móttaka og afhending skráð rafrænt um leið og varan fer á færiböndum inn og út úr frystigeymslu. Lyftarar í geymslunni eru útbúnir lesurum fyrir strikamerkin. Með því móti er tryggt að hver pallur fari á rétta hillu við móttöku og afhendingu
Kalt þjónusturými er um 300 m2 fyrir framan frystigeymsluna. Þar er hægt að afgreiða þrjá gáma eða flutningabíla samtímis. Einnig er fullkomin aðstaða til móttöku og flokkunar á frosnum afurðum beint úr frystiskipum.
Kuldaboli stendur fyrir traust, árangur og sveigjanlega þjónustu sem eru áhersluþættir í okkar samskiptum við viðskiptavini og meðal starfsmanna félagsins.

 

 • frystivöruhótel sem uppfyllir allar kröfur gæðastaðla í matvælaiðnaði um geymslu á
  frystivöru.
 • pláss fyrir 2.800 bretti í hillurekkum sem hver um sig er strikamerktur.
 • hvert bretti er strikamerkt við móttöku.
 • skammtíma jafnt sem langtíma geymsla á frystivöru.
 • landamærastöð fyrir sjávarafurðir.
 • kjötpökkunarstöð, en það nær til móttöku, sögunar, pökkunar og geymslu á frystu kjöti.
 • tollvörugeymsla.
 • þjónusta við að gera vörur
  klárar til útflutnings, sbr. merkja kassa/bretti, setja innsiglismiða á kassa ofl.

 

 

Við leggjum metnað okkar í góða þjónustu, byggða á langri og víðtækri reynslu.
Við vitum að það skilar okkur ánægðum viðskiptavinum, sem er besti mælikvarðinn á störf okkar.


Félagið leitast við að vera sveigjanlegt og tilbúið til að leysa hin ýmsu verkefni sum upp kunna að koma á hverjum tíma fyrir sig. Kannið málið, kannski getum við leyst málið.